Fimm minniháttar umferðaróhöpp

Í liðinni viku voru 32 kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Sex voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og fjórir voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu við gatnamót.

Fimm minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Í einu þeirra náði ökumaður sem ók austur Suðurlandsveg að hringtorginu við Hveragerði ekki að bregðast við í tæka tíð þegar ökumaður næstu bifreiðar á undan, með tjaldvagn, hægði á henni og lenti hann aftan á tjaldvagninum. Tjón varð á báðum bílum og vagninn reyndist ekki dráttarhæfur eftir. Í gegn um árin hafa orðið áþekk óhöpp á þessum stað þegar umferð er þétt og þess ekki gætt að bil milli bíla sé nægjanlega mikið.

Fyrri greinSkilafrestur rennur út í dag
Næsta greinLeitað að vitnum að líkamsárás