Fimm sveitarfélög yfir viðmiðunar-mörkum

Fimm sunnlensk sveitarfélög voru yfir viðmiðunarmörkum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga á síðasta ári skv. yfirliti nefndarinnar.

Samkvæmt verklagsreglum koma sveitarfélög til frekari skoðunar hjá nefndinni ef heildarskuldir eru 150% af heildartekjum sveitarsjóðs eða meira.

Samkvæmt yfirliti nefndarinnar eru tuttugu sveitarfélög á landinu í þeirri stöðu, þar af fimm á Suðurlandi; Sveitarfélagið Árborg (205%), Sveitarfélagið Ölfus (195%), Hveragerðisbær (165%), Rangárþing ytra (153%) og Grímsnes og Grafningshreppur (150%).

Árborg, Ölfus og Grímsnes- og Grafningshreppur voru í sömu stöðu í fyrra en Hveragerði og Rangárþing ytra bætast nú á listann.

Níu sunnlensk sveitarfélög ná ekki viðmiði nefndarinnar um nauðsynlegt veltufé frá rekstri til að standa undir afborgunum lána og telur nefndin slíkt sjóðstreymi ekki vera vænlegt fyrir fjárhag sveitarfélaga til lengri tíma litið.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinJón Daði til reynslu hjá Nordsjælland
Næsta greinSafnarar allra uppsveita sameinist!