„Þetta er mjög gaman enda fínt að vera á vinna á vinnustað þar sem börnin manns eru undir sama þaki og ganga menntaveginn, öll í mismunandi bekkjum,“ segir Margrét Drífa Guðmundsdóttir, kennari í sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Fimm barna hennar og Ágústar Guðjónssonar eru í skólanum.
Ásdís er elst en hún er í 10. bekk, Brynhildur er í 9. bekk, þá Helena sem er í 7. bekk, Katrín er í 4. bekk og loks er það eini strákurinn í systkinahópnum, Benóný sem er í 1. bekk.
Fjölskyldan býr á Selfossi en flytur upp úr næstu áramótum að Læk í Flóahreppi þar sem ætlunin er að stunda búskap. Margrét Drífa og Ágúst eru bæði búfræðingar frá Hvanneyri.