Fimm teknir próflausir í umferðinni

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði fimm ökumenn í síðustu viku fyrir að aka án ökuréttinda. Höfðu þeir ýmist verið sviptir ökuréttindum áður eða vanrækt að endurnýja ökuskírteinið.

Þá voru fimm einstaklingar kærðir fyrir að vera án öryggisbelta, þar af var einn ökumaður kærður fyrir að huga ekki að því að barn yngra en 15 ára væri spennt í öryggisbelti en ökumaður ber ábyrgð á að slíkt sé gert.

Í síðastliðinni viku komu alls 475 mál og verkefni inn á borð til lögreglunnar á Suðurlandi. Níu umferðarslys voru tilkynnt í umdæminu með mismiklum slysum á fólki.

Fyrri greinBest að dansa uppi á Reynisfjalli
Næsta greinHólmsá friðlýst gegn orkuvinnslu