Bæjarráð Árborgar tilnefndi í gær fimm aðila til frumkvöðlaviðurkenningar Árborgar 2013. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt.
Fischersetrið, Fjallkonan-Sælkerahús, Selfossbíó, Siggeir Ingólfsson og starfsemin á Stað og Tryggvaskáli-Restaurant eru tilnefnd til viðurkenningarinnar.
Bæjarfulltrúar Árborgar munu kjósa úr tilnefningunum og munu niðurstöður liggja fyrir á bæjarstjórnarfundi þann 18. september.