Fimmtán í framboði

Einungis fimmtán íbúar af Suðurlandi eru í hópi 523 frambjóðenda til stjórnlagaþings en listi yfir þá var birtur í dag.

Reyndar eru mun fleiri Sunnlendingar á lista frambjóðendanna en hér eru birt nöfn þeirra sem hafa lögheimili á Suðurlandi. Fimm Selfyssingar eru í hópnum, þrír Hvergerðingar, þrír Rangæingar, þrír Ölfusingar og einn frambjóðandi úr uppsveitum Árnessýslu.

Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála, Selfossi
Axel Þór Kolbeinsson, tölvutæknir, Hveragerði
Árni Jónsson, rafvirkjameistari, Rangárþingi ytra
Bergsveinn Halldórsson, trésmiður í Áhaldahúsi, trésmíðameistari, Selfossi
Elías Theódórsson, framkvæmdastjóri, Ölfusi
Elín Guðmundsdóttir, náttúrufræðingur, verslunareigandi, Selfossi
Finnbogi Vikar, nemi, Hveragerði
Guðlaugur Orri Gíslason, stjórnmálafræðingur, Þorlákshöfn
Kolbrún Karlsdóttir, heimavinnandi, Selfossi
Maríanna Bergsteinsdóttir, dýralæknir, Bláskógabyggð
Óli Már Aronsson, vélfræðingur, Rangárþingi ytra
Sigurður Grétar Guðmundsson, pípulagningameistari, Þorlákshöfn
Soffía Sigurðardóttir, umsjónarmaður, Selfossi
Sæmundur Kristinn Sigurðsson, tæknistjóri, Hveragerði
Vigfús Andrésson, bóndi, grunnskólakennari, Rangárþingi eystra

Listann yfir alla frambjóðendur má sjá hér

Fyrri greinDramatískur sigur FSu
Næsta grein„Þetta er hrein skemmtun“