Fimmvörðuháls öllum fær í sumar

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls verði opnuð í júní.

Hraun lagðist yfir leiðina á um 300 metra kafla í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Páll segir að ný slóð verði mörkuð og leiðin ætti að verða öllum fær.

Um 10 þúsund manns ganga Fimmvörðuháls á ári hverju og er gönguleiðin ein sú fjölfarnasta á landinu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fyrri greinTvennt á sjúkrahús eftir vélhjólaslys
Næsta greinÞrír ökumenn undir áhrifum fíkniefna