Fjalla-Eyvindur á þorrablóti

300 ára afmæli Fjalla-Eyvindar verður minnst á þessu ári á vegum Hrunamannahrepps og fleiri aðila. Af þessu tilefni verður þema þorrablóts Hrunamanna í félagheimilinu á Flúðum í kvöld tileinkað Fjalla-Eyvindi.

Það er Kvenfélag Hrunamanna, sem heldur blótið.

Gestir taka með sér trog með þorramat og flutt verða mögnuð minni karla og kvenna.

Fyrri greinEggert Valur: Framtíðarhlutverk Selfossflugvallar og möguleikar kennsluflugs
Næsta greinFullorðnir skátar lykillinn að öflugu skátafélagi