Fjallkonan fékk frumkvöðla-verðlaunin

Frumkvöðlaviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar árið 2013 var afhent á bæjarráðsfundi í morgun. Fjallkonan – Sælkerahús við Austurveg hlaut viðurkenninguna að þessu sinni.

Þær Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir mættu á fund bæjarráðs til að taka við viðurkenningunni.

Þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélagið veitir viðurkenninguna en bæjarfulltrúar kusu á milli sex tilnefninga.

Fischersetrið, Konubókastofan á Eyrarbakka, Selfossbíó, Siggeir Ingólfsson og starfsemin á Stað og Tryggvaskáli-Restaurant voru einnig tilnefnd til viðurkenningarinnar.

Fyrri greinRáðist á unga konu við Selfosskirkju
Næsta greinÓlympíufari og þjálfari stjórnuðu æfingum á Selfossi