Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. hefur lagt fram tillögu til sveitarstjórna í sýslunni um að ráðist verði í framkvæmdir á athafnasvæði félagsins að Strönd fyrir um 120 milljónir króna.
Ágúst Ingi Ólafsson, stjórnarformaður Sorpstöðvarinnar segir að um sé að ræða byggingu móttöku- og flokkunarhúss auk fyrsta áfanga af þremur í jarðgerðarstöð.
„Það er nokkuð ljóst að núverandi aðstaða á Strönd undir berum himni er óviðunandi til lengri tíma litið,“ segir Ágúst í samtali við Sunnlenska.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu