Mikil aukning hefur verið á fjárhagsaðstoð í félagslega kerfinu í Árborg og er fjárhagsaðstoðin á fyrstu sjö mánuðum ársins 9% umfram ársáætlun.
Á fundi Félagsmálanefndar Árborgar í gær voru lagðar fram tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð, barnaverndarmál, húsaleigubætur og félagslegt leiguhúsnæði vegna fyrstu sjö mánuði ársins.
Greiddar voru um 37 milljónir króna í fjárhagsaðstoð til júlíloka en ársáætlunin hljóðaði upp á rúmar 35 milljónir króna.
Barnaverndartilkynningum hefur fjölgað á milli ára, eru 106 fyrstu sjö mánuði ársins á móti 95 árið 2010. Þá eru 55 einstaklingar á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði.
Félagsmálnefnd mun hafa þessar upplýsingar til hliðsjónar við gerð næstu fjárhagsáætlun.