Fjárhagslegri endurskipulagningu lokið

Aðalfundur Ísfélags Þorlákshafnar hf. var haldinn fyrir skömmu en félagið hefur gengið í gegnum mikla fjárhagslega endurskipulagningu það sem af er ári og er henni nú lokið.

Að sögn Péturs Björnssonar, framkvæmdastjóra félagsins, var það nauðsynlegt eftir erfitt rekstrarár í fyrra auk þess sem lán félagsins stökkbreyttust vegna gengisbreytinga.

Að sögn Péturs er ekki talið nauðsynlegt að auka hlutafé félagsins en það er 150 milljónir króna. Þau umskipti sem orðið hafa á rekstri félagsins á þessu ári hafa lagað eiginfjársstöðu félagsins nægjanlega til þess að ekki var talið nauðsynlega að auka hlutafé nú þó Pétur aftæki ekki að slíkt yrði gert í framtíðinni.

Ísfélagið rekur Kuldabola í Þorlákshöfn sem var opnaður haustið 1999. Kuldaboli er fullkomið frystivöruhótel sem þjónar matvælaframleiðendum jafnt sem innflytjendum og útflytjendum.

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands á tæplega 8% hlut í Ísfélags Þorlákshafnar hf. og hefur hann verið til sölu um skeið.

Fyrri greinTilþrifalítið í Hveragerði
Næsta greinGætu tekið við milljón gestum