Búnaðarsamband Suðurlands er nú að hefja byggingu 260 kinda fjárhúss á tilraunabúinu Stóra-Ármóti í Flóahreppi.
Byggingin á að vera 308 m2 og gert er ráð fyrir að húsið rúmi um 260 kindur. Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist sauðfjárrækt, svo sem rúningsnámskeið, sauðfjársæðinganámskeið, samræmingarnámskeið fyrir sauðfjárdóma og fleira.
Öll vinnuaðstaða mun batna til muna auk þess sem allur aðbúnaður verður mun betri fyrir fólk og sauðfé en í dag eru um 100 kindur á Stóra-Ármóti.