Fjallmenn eru nú margir hverjir lagðir af stað til fjalla á Suðurlandi, enda eru fyrstu stóru fjárréttirnar um næstu helgi. Eftir samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára verða réttir nú með hefðbundnu sniði og mannfólk velkomið.
Föstudaginn 9. september verður réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi og Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og laugardaginn 10. verður réttað í Reykjaréttum á Skeiðum og Tungnaréttum í Biskupstungum.
Rangæingar rétta á sunnudag en þá verða Haldréttir og Þóristunguréttir í Holtamannaafrétti ásamt því að Laugdælir munu rétta í Laugarvatnsréttum. Á mánudag, þann tólfta, kl. 10 verður svo réttað í Fjallrétt við Þórólfsfell.
Aðrar réttir á Suðurlandi:
Laugardaginn 17. september:
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum og Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum.
Sunnudaginn 18. september:
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Ölfusrétt í Reykjadal, Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti og Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð.
Mánudaginn 19. september:
Grafningsrétt í Grafningi.
Fimmtudaginn 22. september:
Landréttir við Áfangagil.
Sunnudaginn 25. september:
Selvogsrétt í Selvogi og Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga.