Fjölgun um eina bekkjardeild á ári næstu þrjú árin

Starfshópur um uppbyggingu grunn- og leikskóla í Árborg hefur komist að því að samkvæmt áætlun um nemendafjölda í Vallaskóla á Selfossi stefni í fjölgun um þrjár bekkjadeildir á næstu þremur árum, eða eina bekkjardeild á ári.

„Nemendafjöldinn hjá okkur núna er 524 nemendur í 27 bekkjardeildum. Skólaveturinn 2018-2019 stefnir í að það verði 541 nemandi í skólanum í þrjátíu bekkjardeildum. Fyrir þann tíma þarf að vera búið að bæta við fleiri bekkjarstofum. Það er nægur tími til að bregðast við þessum breytingum á nemendafjölda,“ segir Guðbjartur Ólason, skólastjóri, í samtali við Sunnlenska.

UPPFÆRT 19/3/2015 KL. 13:00

Fyrri greinDagný valin íþróttamaður HSK
Næsta greinÞrjá skólastjóra vantar í Vík