Fjögur störf í boði

Atvinnuleysi á Suðurlandi var 5,6% í janúar sem er 0,2% aukning frá desembermánuði. Þetta er töluvert miklu minna atvinnuleysi en í janúar 2011, svo munar 1,6%.

Atvinnuleysi karla er 2,0% minna en á sama tíma fyrir ári en atvinnuleysi kvenna hefur dregist saman um 0,9% á sama tíma.

Tölurnar jafngilda því að 715 manns hafi verið atvinnulausir nú í janúar, langflestir í Árborg eða 327.

Í janúar voru 86 einstaklingar í atvinnutengdum úrræðum á Suðurlandi og laus störf á svæðinu voru fjögur talsins.

Fyrri greinHlynur Geir: Golf er fyrir alla!
Næsta greinFundað um hátíðir í Árborg