Fjögurra bíla árekstur í Kömbunum

Þunguð kona var flutt til skoðunar á slysadeild í Reykjavík eftir fjögurra bíla árekstur efst í Kömbunum rétt fyrir klukkan 19 í kvöld. Hvorki hún, né barnið eru talin hafa hlotið skaða af.

Mjög slæm akstursskilyrði voru á heiðinni þegar slysið varð, slabb og hálka, en ökumaður sem var á austurleið missti stjórn á bíl sínum og fór yfir á rangan vegarhelming. Þar lenti hann í árekstri við einn bíl og í kjölfarið komu tveir aðrir aðvífandi og lentu í kösinni.

Mikið eignatjón varð í árekstrinum og þurfti að fjarlægja alla bílana fjóra með kranabíl. Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna fór á vettvang en ekki urðu teljandi meiðsli á ökumönnum eða farþegum.

Fyrri greinFundu landa og kraumandi gambra
Næsta greinDjúp hola opnaðist í Rauðholti