Fjögurra mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 24 ára gamlan Selfyssing í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ræktun og vörslu kannabisplantna.

Lögreglan lagði hald á 94 kannabisplpntur og rúmlega 250 grömm af kannabislaufum í íbúðarhúsi á Selfossi í apríl síðastliðnum.

Maðurinn játaði skýlaust að hafa ræktað plönturnar um nokkurt skeið í sölu- og dreifingarskyni.

Þetta er í ellefta skiptið sem manninum er gert að sæta refsingu. Hann hefur fjórum sinnum áður gerst brotlegur við lög um ávana- og fíkniefni og þótti dómara ekki tilefni til að skilorðsbinda dóminn.

Fyrri greinSunnlenskar fjárréttir 2012
Næsta greinÁ skilorð fyrir fjölmörg afbrot