Það verður mikið um að vera í Þorlákshöfn í dag þegar dagskrá Hafnardaga nær hámarki.
Kl. 11 verður dorgveiðikeppni á Suðurgarði og þar er einnig boðið upp á andlitsmálun. Kylfingar hefja leik á golfvellinum á sama tíma þar sem fram fer golfmót.
Eftir hádegi verður m.a. boðið upp á siglingu um höfnina með eikarbátnum Hreggviði og kl. 13 hefst dagskrá á bryggjunni. Þar mæta m.a. sterkustu menn Íslands og einniig verður kappróður, koddaslagur og hlaupabraut í sjónum, svo eitthvað sé nefnt.
Í glervinnustofunni Hendur í höfn verður listmunauppboð, handverksmarkaður eldri borgara á Egilsbraut 9 og á bæjarbókasafninu er sýning Byggðasafns Ölfuss.
Í grunnskólanum er markaður og kaffihúsastemmning en þar hangir uppi ljósmyndasýning Hjalta Vignissonar.
Í kvöld verður harmonikkuball í húsi eldri borgara og fjölskyldukvöldvaka í Skötubótinni. Dagskrá dagsins lýkur með sjómannadansleik í Versölum með hljómsveitinni Pass.