Fjölbreytt flóra heilsuvara í takt við kröfur viðskiptavina

Hallur Geir Hallsson, rekstrarstjóri Nettó og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. Ljósmynd/Aðsend

Heilsu – og lífsstílsdagar Nettó hafa fyrir löngu stimplað sig inn hérlendis og er óhætt að segja að Nettó séu frumkvöðlar í heilsudögum hérlendis. Þeir fóru af stað í lok síðustu viku og standa til og með 6. febrúar næstkomandi.

Þau Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa, og Hallur Geir Hallsson, rekstrarstjóri Nettó eru fyrir löngu byrjuð að skipuleggja þessa sannkölluðu stórhátíð heilsuáhugafólks. Ingibjörg hefur haft umsjón með ritstýringu Heilsublaðs Nettó sem er nánast orðinn skyldulestur á mörgum heimilum og sjaldan verið glæsilegra.

Hallur sér um að þjónusta viðskiptavini og standsetja verslanir svo heilsuvörur séu í forgrunni og riggar upp ofurtilboðum dagsins, sem koma ný hvern einasta dag meðan heilsudagar standa yfir svo fátt eitt sé nefnt. Það er að mörgu að huga enda einn annasamasti tími ársins í verslunum Nettó um allt land.

„Við höfum lagt mikinn metnað í að búa til ákveðna stemningu í kringum heilsudagana okkar og hún kristallast vel í heilsublaðinu þar sem við fáum gríðarlega fjölbreyttan hóp heilsuþenkjandi fólks til að deila með okkur góðum ráðum, hugmyndum og uppskriftum. Heilsublaðið okkar hefur heldur betur vaxið og er orðið ígildi tímarits í dag og við erum gífurlega stolt af því,” segir Ingibjörg.

Hallur segir stemninguna í verslunum Nettó alltaf einstaklega góða í kringum heilsudaga, það sé hugur í fólki.

„Við erum alltaf að bæta við okkur í úrvali á heilsuvörum og erum komin með framúrskarandi úrval vítamína og bætiefna sem eru einmitt á sérstöku heilsudagaverði alla dagana. Þá höfum við verið að leggja mikla áherslu á að víkka hugtakið heilsa aðeins eins og höfum þar af leiðandi tekið inn fjölbreytta valkosti þegar kemur að umhverfisvænum og lífrænum hreinsivörum. Við erum stolt af að vera með eitt albesta úrval landsins á lífrænu grænmeti, vegan valkostum, ketó og sykurlausum vörum. Við reynum að elta trendin eins hratt og við getum og hlustum vel á okkar viðskiptavini sem vita hvað þeir syngja í þessum efnum. Fólk á að geta gengið að því vísu að það fái það sem það vantar í heilsuvörudeildinni okkar,” segir Hallur.

Fyrri greinStækkun Lækjarbotnaveitu lokið
Næsta greinÓmar Ingi markahæstur á EM