Allflestir vegir í uppsveitum Árnessýslu ásamt Hellisheiði, Þrengslum og Suðurstrandarvegi eru nú lokaðir. Björgunarsveitir í Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu eru á fullu við að aðstoða ökumenn um alla sýsluna.
Um 150 manns eru fastir í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og talsverður fjöldi bæði á Gullfossi og Geysi.
Ferðamönnum sem ekki hafa komist leiðar sinnar frá Selfossi hefur verið vísað í fjöldahjálparstöð RKÍ við Eyraveg.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.