
Rauði krossinn í Árnessýslu hefur opnað fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn en þangað verða fluttir þeir sem eru í bílum sem eru fastir á Þrengslaveginum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er gert er ráð fyrir að allt að 100 manns séu þar í bílum sínum og eru þeir beðnir að halda kyrru fyrir í bílunum þar til björgunarsveitir nálgast þá.
Fyrr í dag þurfti að flytja farþega í 70 manna rútu sem stöðvaðist í Hveradalabrekkunni í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðarvirkjun.
