Lögreglan á Suðurlandi hefur síðustu tvo sólarhringa þurft að sinna ýmsum umferðaróhöppum vegna skyndilegra hálkuaðstæðna. Tíu umferðaróhöpp eru skráð í dagbókina og flest þeirra á Hellisheiði.
Í þremur umferðaróhöppum voru slasaðir fluttir til aðhlynningar á slysadeild.
Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók á 138 km/klst á Mýrdalssandi.
Umferðareftirlit lögreglunnar á Suðurlandi einbeitir sér að atvinnutækjum. Þar liggja sjö kærur fyrir, ýmist fyrir ásþunga, frágang á farmi eða ranga notkun á ökuritum.
Tvö fíkniefnamál komu á borð lögreglu á síðustu tveimur sólarhringum og eru þau til rannsóknar.