Íbúum í Skeiða – og Gnúpverjahreppi fjölgaði um tíu frá 1. febrúar til 1. mars sem jafngildir 1,98 % fjölgun.
Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúum fjölgað um fimmtán eða 3%. Eru þeir nú 515 talsins.
Stærstur hluti íbúanna býr í dreifbýli, eða 83%. 17% búa í litlu þéttbýliskjörnunum tveimur á Brautarholti og í hverfinu við Árnes.