Könnun Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga árið 2010 leiðir í ljós að leiguíbúðunum fjölgaði um 69 milli áranna 2009 og 2010, mest í sveitarfélaginu Árborg.
Af einstökum landshlutum varð mest fjölgun á Norðurlandi vestra og á Austurlandi. Alls voru 4656 leiguíbúðir í eigu sveitarfélaganna við lok ársins 2010. Ef litið er til einstakra sveitarfélaga, þá varð fjölgunin mest í Árborg, eða um 39 íbúðir, þ.e. úr 70 íbúðum í 109.
Þegar skoðaðar eru leiguíbúðir í rekstri er – fyrir utan stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þá kemur í ljós að Ísafjarðarbær er með flestar í rekstri eða 117 íbúðir og því næst kemur Árborg með 109 íbúðir.