Fjölmenni á Eyrarbakkafundi Kristrúnar

Ljósmynd/Björn Ingi Bjarnason

Fjölmenni var á fundi Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar sem haldinn var í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær.

Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, voru einnig á fundinum og tóku ásamt forsætisráðherra opið samtal við Sunnlendinga, beint og milliliðalaust. Fólk virtist ánægt með framtakið og fjölmargir tóku til máls.

Björn Ingi Bjarnason tók myndirnar sem fylgja þessari frétt.

Fyrri greinReitir reisa hraðhleðslustöðvar í Hveragerði
Næsta grein„Greinilegt að fólk var farið að vanta hollan drykk í dós“