Fjölmenni á fangelsisfundi

Húsfyllir var í Rauða húsinu á Eyrarbakka í gærkvöldi á opnum fundi sem Sveitarfélagið Árborg boðaði til um fangelsismál og framtíð Litla-Hrauns.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, kom til fundarins og hafði framsögu um framtíð fangelsismála með sérstakri áherslu á áætlanir um byggingu fangelsis á Hólmsheiði og stöðu Litla-Hrauns til framtíðar.

Miklar og innihaldsríkar umræður urðu á fundinum og ljóst er að Sunnlendingar munu verja Litla-Hraun með „ráðum og dáðum“ og hina hagkvæmu framtíð fangelsismála á Íslandi sem felst í að kraftmikil uppbygging haldi þar áfram.

Fyrri greinVissu ekki um nýtt starf
Næsta greinHelga opnar „við sprunguna”