Fjölmenni var við vígslu skábrautar og útsýnispalls á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka í gær.
Eyrbekkingurinn Guðlaug Jónsdóttir, sem er bundin við hjólastól, klippti á borða og fór fyrst upp skábrautina með aðstoð Hlöðvers Þorsteinssonar.
Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur á Eyrarbakka blessaði síðan pallinn og alla þá sem um hann eiga eftir að fara.
Kaffiveitingar voru síðan í Félagsheimilinu Stað í boði Sveitarfélagsins Árborgar. Þá var einnig fjölþætt dagskrá í Félagsheimilinu Stað og var húsfyllir eða um 200 manns.
Myndaalbúm frá vígslu skábrautarinnar er komið inn á Menningar-Stað.