Fjölmennt lið leitar fanga

Fjölmennt lið lögreglu, sérsveitarmanna og björgunarsveita leitar nú að fanganum sem strauk af Litla-Hrauni í mýrinni milli Eyrarbakka og Selfoss.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir Sandvíkurhreppnum í dag en leitað verður milli fjalls og fjöru, ef svo má segja.

“Það er mikið af hesthúsum og auðum húsum á þessu svæði og við munum fínkemba mýrina,” sagði Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við sunnlenska.is. Stjórn leitarinnar að fanganum er hins vegar komin í umsjón lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrri greinKomu færandi hendi til Thelmu Dísar
Næsta greinLeitinni að Matthíasi hætt