Fjölmörg verkefni í nótt

Björgunarsveitir á Suðurlandi sinntu fjölmörgum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Síðasta útkallið kom í morgun á Skeiðunum.

Hvergerðingar voru á ferðinni þegar tilkynning barst um að þak væri að losna upp á bæ í Ölfusinu og á Eyrarbakka sinnti sveitin fjölmörgum verkefnum fram á nótt.

Í morgun var svo björgunarsveitin Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kölluð út þegar þakplötur losnuðu á bæ í hreppnum.

Eins og sunnlenska.is greindi frá í gærkvöldi aðstoðuðu sveitirnar á Selfossi og í Hveragerði ökumenn undir Ingólfsfjalli og í Ölfusinu.

Fyrri greinBæjarstjórnarfundur í Húsinu
Næsta greinHyggjast lista upp nauðsynlegar framkvæmdir