Sunnlenski sveitadagurinn fór fram í dag á athafnasvæði Jötunn Véla og Vélaverkstæðis Þóris á Selfossi. Fjölmenni sótti daginn þrátt fyrir skin og öflugar skúrir.
Sunnlenski sveitadagurinn er óður til landbúnaðarins en þar kynna sunnlensk fyrirtæki framleiðslu sína og þjónustu fyrir fyrir gestum en um 10.000 manns hafa sótt sýninguna undanfarin ár.
Hægt var að gera góð kaup beint frá bónda, tæki og tól, handverk unnin úr afurðum sveitarinnar og garðyrkjuvörur svo eitthvað sé nefnt. Þá var keppt í baggakasti og sýnd glíma auk þess sem húsdýr voru til sýnis og ungviðið gat brugðið sér á hestbak.
Ljósmyndari Sunnlenska leit við og tók myndirnar hér að neðan en fleiri myndir frá deginum munu birtast í næsta tölublaði Sunnlenska.
sunnlenska.is/Vignir Egill
sunnlenska.is/Vignir Egill