Fjórar brýr á hringveginum boðnar út

Brúin yfir Kvíá. sunnlenska.is/Jóhanna S. Hannesdóttir

Á næstu 30 dögum verður farið í útboð á fjórum brúm á Hringvegi 1.

Þetta eru brú á Steinavötn í Suðursveit sem er 102 m löng, brú á Fellsá í Suðursveit sem er 46 metrar, Brú á Kvíá í Öræfum sem er 38 m löng og brú á Brunná austan Kirkjubæjarklausturs sem er 24 m.

Á næsta ári eru svo fyrirhuguð tvö útboð til viðbótar. Það er 160 m löng brú á Jökulsá á Sólheimasandi og brú á Hverfisfljót.

Framkvæmdadeild Vegagerðarinnar hélt þriðjudaginn 8. október kynningarfund fyrir verktaka og aðra áhugasama um fyrirhuguð brúarverkefni á næstu mánuðum. Vel var mætt og greinilegur áhugi fyrir hendi á þessum verkefnum þó þátttaka í útboði nokkurra brúa í vor hafi verið dræm.

Fyrri greinLeikur Þórs hrundi í lokin
Næsta greinYfirlæknisskipti á lyflækningadeild HSU