Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fjóra á Landspítalann eftir árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Kúðafljót síðdegis í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru fimm í öðrum bílnum en einn í hinum. Hinir tveir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Meiðsli fólksins eru ekki talin alvarleg en grunur sé um beinbrot hjá þeim sem fluttir voru með þyrlunni.

Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum en tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinSunnlensku liðin á sitthvorum enda töflunnar
Næsta greinSjálfstæðismenn í Ölfusi styðja Guðrúnu