Fjórir handteknir í stóru kókaínmáli

Í nótt voru þrír erlendir ríkisborgarar handteknir í orlofshúsi í Árnessýslu grunaðir um ólöglega vörslu og meðferð mikils magns meints kókaíns.

Í framhaldi var fjórði erlendi ríkisborgarinn handtekinn á höfuðborgarsvæðinu og fluttur á Selfoss. Lögreglan á Selfossi naut aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra vegna málsins.

Málið er í rannsókn og af rannsóknarhagsmunum verða frekari upplýsingar ekki veittar fyrr en rannsókn hefur miðað frekar áfram.

Fyrri greinSelfoss fær 1,6 milljónir í ungmennastarfið
Næsta greinFerðareglur rjúpnaskyttunnar