Fjórir sækja um stöðu skógarvarðar

Fjórir umsækjendur eru um stöðu skógarvarðar á Suðurlandi en umsóknarfrestur rann út í síðustu viku.

Umsækjendur eru Jón Þór Birgisson, skógfræðingur og iðnaðarmaður í Danmörku, Lucile Delfosse, skógfræðingur á Tumastöðum, Ólafur Erling Ólafsson, skógverkfræðingur í Noregi og Trausti Jóhannsson, skógfræðingur og húsasmiður í Svíþjóð.

Ráðið verður í stöðuna innan tíðar.

Fyrri greinHaldið upp á 35 ára afmæli FSu
Næsta greinSelfoss semur við níu unga leikmenn