Fjórir undir áhrifum við stýrið

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að aka undir áhrifum áfengis.

Tveir aðrir voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurland og þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars var ökumaður sem ók eftir Austurvegi á Selfoss og beygði inn á Rauðholt kærður fyrir að aka öfugu megin við umferðareyju á Rauðholtinu. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag.

Þá varð ökumaður jepplings fyrir því að aka á hreindýr á þjóðvegi 1 á Mýrum síðastliðinn fimmtudag. Aflífa þurfti dýrið og bifreiðin skemmdist en ekki urðu slys á fólki.

Fyrri greinLögreglan tekur á ljóslausum ökumönnum
Næsta greinKrílafló opnar á Selfossi