Í tilefni af degi íslenskrar náttúru, sem er þriðjudagurinn 16. september, verður farið í fjöruferð á Stokkseyri í dag, sunnudaginn 14. september.
Byrjað verður við Þuríðargarð kl. 14:00 þar sem gróðursett yrði eitt tré í tilefni dagsins og síðan farið í gönguferð um Stokkseyrarfjöru undir leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar, Þórðar Guðmundssonar og Elfars Guðna Þórðarsonar.
Við lok göngunnar rúmlega 15:00 verður boðið upp á kaffi og með því í Gallerý Gimli.
Sveitarfélagið Árborg stendur fyrir viðburðinum og er öllum velkomið að mæta og taka þátt.