Í síðustu viku kom bátur til hafnar í Þorlákshöfn með skipverja sem stokkið hafði útbyrðis þegar verið var að leggja net suður af Krísuvíkurbjargi.
Maðurinn hafði flækst í veiðarfæri og kvaðst sjálfur hafa stokkið yfir lunninguna og út í sjó svo minni líkur væru á að hann slasaðist alvarlega.
Skipverjar aðstoðu hann um borð aftur og var hann fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús til aðhlynningar en er ekki talinn alvarlega slasaður.
Þá slasaðist maður á fæti þegar hann klemmdist milli kara við löndun úr bát í Þorlákshöfn í liðinni viku. Meiðsl hans eru þó talin minniháttar.