Sex af þeim ökumönnum sem lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af í liðinni viku eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðum sínum ölvaðir.
Einn þeirra er jafnframt grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna en auk ofangreinds var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur. Ökumennirnir hífuðu voru flestir í Árnessýslu en einn þeirra var á ferðinni í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Einungis tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku og rekur dagbókarritara lögreglunnar á Suðurlandi ekki minni til þess að það hafi áður gerst að ölvunaraksturskærur séu fleiri en hraðakstursbrotin í sömu viku.