Sýslumannsembættið á Hvolsvelli hefur tekið við útgáfu leyfa vegna opinberra fjársafnana í götum eða húsum.
Þetta verk var áður unnið í innanríkisráðuneytinu en nú um mánaðarmótin fluttust sex verkefni úr ráðuneytinu til sýslumanna á landsbyggðinni. Fimm verkefni fluttust til sýslumannsins á Siglufirði og eitt á Hvolsvöll.
Frá og með 1. febrúar veitir sýslumannsembættið á Hvolsvelli leyfi fyrir opinberum fjársöfnunum á götum eða í húsum og fer að öðru leyti með verkefni sem sýslumanni eru falin í lögum um opinberar fjársafnanir.