Flestir strikuðu yfir Höllu Hrund eða Karl Gauta

Halla Hrund Logadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis voru gerðar 766 breytingar á atkvæðaseðlum í kjördæminu í nýliðnum alþingiskosningum, ýmist í formi útstrikana eða tilfærslu á sætum frambjóðenda.

Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknarflokksins, var oftast strikuð út eða færð til, alls 192 sinnum eða á rétt rúmlega 5% atkvæða Framsóknar. Þá var Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins, strikaður út eða færður til á 146 atkvæðaseðlum eða 3,38% atkvæða flokksins. Á hvorugum listanum hafa útstrikanir áhrif á röð frambjóðenda.

Flestar breytingar voru gerðar á atkvæðum Framsóknarflokksins, Fjöldi breyttra seðla voru 272 eða 7,15% af atkvæðum Framsóknar. Hjá Miðflokknum voru gerðar 166 breytingar eða 3,84%.

Hér fyrir neðan má sjá útstrikanir á efstu frambjóðendum hvers lista.

Framsóknarflokkur
Halla Hrund Logadóttir – 192
Sigurður Ingi Jóhannsson – 18
Jóhann Friðrik Friðriksson – 16
Fida Abu Libdeh – 8

Viðreisn
Guðbrandur Einarsson – 45
Sandra Sigurðardóttir – 13
Mathias Bragi Ölvisson – 2

Sjálfstæðisflokkur
Guðrún Hafsteinsdóttir – 25
Vilhjálmur Árnason – 3
Ingveldur Anna Sigurðardóttir – 19
Gísli Stefánsson – 21

Flokkur fólksins
Ásthildur Lóa Þórsdóttir – 15
Sigurður Helgi Pálmason – 2
Elín Íris Fanndal Jónasdóttir – 3
Jónas Yngvi Ásgrímsson – 2

Miðflokkur
Karl Gauti Hjaltason – 146
Heiðbrá Ólafsdóttir – 5
Ólafur Ísleifsson – 21

Samfylkingin
Víðir Reynisson – 27
Ása Berglind Hjálmarsdóttir – 13
Sverrir Bergmann Magnússon – 11
Arna Ír Gunnarsdóttir – 15

Fyrri greinTvö sunnlensk lög í Jólalagakeppni Rásar 2
Næsta greinOlía lak niður á vatnsverndarsvæði Árborgar