Flestir umsækjendur óska nafnleyndar

Breiðabólsstaðarkirkja í Fljótshlíð. Ljósmynd/sr. Sigurður Ægisson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir sóknarprestum til starfa í þremur prestaköllum á Suðurlandi, Breiðabólsstað, Vík og Skálholti. Umsóknarfresturinn er nú liðinn en flestir umsækjendanna óska nafnleyndar.

Fimm umsókir bárust um Breiðabólsstaðarprestakall, umsækjendurnir eru sr. Jóhanna Magnúsdóttir, sr. Kristján Arason og þrír aðrir sem óska nafnleyndar.

Einnig bárust fimm umsóknir um Skálholtsprestakall. Umsækjendurnir eru sr. Arnaldur Máni Finnsson og fjórir aðrir sem óska nafnleyndar.

Þá bárust tvær umsóknir um Víkurprestakall, frá sr. Jóhönnu Magnúsdóttur og öðrum umsækjanda sem óskar nafnleyndar.

Miðað er við að prestarnir geti hafið störf í Skálholti og Vík þann 1. september en 1. nóvember á Breiðabólsstað.

Fyrri greinÞrír fallegir garðar í Ölfusi verðlaunaðir
Næsta greinGleðilega hinsegin daga – um allt land