Fljótlega ráðist í endurbyggingu á skemmunni

Kostnaður við endurbyggingu skemmu rörafyrirtækisins Sets á Selfossi sem varð eldi að bráð á dögunum verður vel undir 20 milljónum króna, að sögn Bergsteins Einarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Skemmdirnar á húsinu hafa engin áhrif á framleiðslu en skipt verður um tvær stálsperrur í húsinu, þak og veggklæðningu en burðarveggur, sökklar og gólf halda sér að sögn Bergsteins.

Bergsteinn segir að farið verði í framkvæmdir á húsinu fljótlega til að missa það ekki úr notkun.

Fyrri greinVill virkjanir í Þjórsá
Næsta greinTjarnarbrúin tengir saman byggðir