Fljúgandi trampólín

Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka var kölluð út um kvöldmatarleytið í kvöld vegna trampolíns sem hafði fokið í bænum.

Útkallið gekk vel fyrir sig og er það eina sem Sunnlenska hefur frétt af í rokinu hér sunnanlands í dag.

Nú er sá tími genginn í garð að vænta má djúpra lægða sem ganga yfir landið og beinir Slysavarnafélagið Landsbjörg því til fólks að ganga vel á munum í görðum sínum svo þeir fjúki ekki og valdi tjóni.

Fyrri greinBílvelta í Tungunum
Næsta greinSr. Kristján settur í embætti