Fljúgandi trampólín á Selfossi

Enn er bálhvasst á Selfossi og ýmsir lausamunir hafa farið af stað í mestu hryðjunum.

Þannig hafði lögreglan m.a. spurnir af nokkrum fljúgandi trampólínum, ruslatunnum og fleiru lauslegu.

Björgunarfélag Árborgar fékk tvö útköll í dag, í fyrra skiptið til að bjarga verðmætum úr flutningabíl sem fauk útaf undir Ingólfsfjalli en í því síðara þurfti að fergja járnplötur sem voru að fjúka af nýbyggingu við Löngumýri.

Fyrri greinÞrjár bílveltur í Rangárþingi
Næsta greinFullt út úr dyrum á Örkinni