Flóðið náði hámarki við Selfoss í morgun

Klukkan hálfátta í morgun var rennsli Ölfusár við Selfoss 1.311 m3/sek og hefur það lækkað lítillega síðan þá og er nú komið undir 1.300 m3/sek.

Veðurstofan telur að núverandi vatnshæð gæti haldist eitthvað frameftir degi.

Enn er ófært um Auðsholtsveg í Hrunamannahreppi vegna vatnavaxta en samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands er vatn ekki enn farið að sjatna í Hvítá á þessum slóðum.

Rennsli í Hvítá við Gíslastaði var í morgun örlítið undir hámarksrennsli í flóðinu í desember 2007.

UPPFÆRT KL. 12:00

Fyrri greinÖruggt hjá Selfyssingum í bragðdaufum leik
Næsta greinDanir vilja færa Markarfljót