F-listi Flóalistans vann öruggan sigur í kosningunum í Flóahreppi og heldur sínum þremur hreppsnefndarmönnum.
Á kjörskrá voru 451 kjósendur og atkvæði greiddu 355 eða 78,71%
F-listi Flóalistans fékk 215 atkvæði eða 62,1% atkvæða og þrjá fulltrúa kjörna.
T-listinn fékk 131 atkvæði eða 37,9% atkvæða og tvo fulltrúa kjörna.
Kjörnir fulltrúar:
- Árni Eiríksson, F-lista
- Rósa Matthíasdóttir, T-lista
- Hrafnkell Guðnason, F-lista
- Margrét Jónsdóttir, F-lista
- Sigurður Ingi Sigurðsson, T-lista
Næsti maður inn er Stefán Geirsson, F-lista, sem vantaði 48 atkvæði til að fella Sigurð Inga.