Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja jörðina Yrpuholt til Nes Capital ehf. Kaupverðið er 36 milljónir króna.
Jörðin var auglýst til sölu í febrúar og óskað eftir skriflegum tilboðum fyrir 10. mars. Jörðin er um 100 ha, án húsakosts.
Þrjú tilboð bárust, frá Heimi Ólafssyni, kr. 5.000.000, frá Guðjóni Sigurðssyni kr. 15.000.000 og frá Nes Capital ehf. kr. 36.000.000.
Sveitarstjórn samþykkti að taka hæsta tilboði frá Nes Capital.