R-listi ráðdeildar, raunsæi og réttsýni vann stórsigur í kosningunum í Flóahreppi. R-listinn fær fjóra menn af fimm í hreppsnefnd.
R-listinn var settur saman úr þeim listum sem unnu saman í hreppsnefnd á síðasta kjörtímabili. Framboðið fékk 254 atkvæði eða 69,4% og fjóra menn inn. Nú er fækkað um tvo í hreppsnefnd og verða hreppsnefndarfulltrúar fimm héðan í frá.
T-listi Tákns um traust fékk 97 atkvæði og einn mann kjörinn.
Á kjörskrá voru 428 og kusu 366, eða 85,5% Auðir seðlar voru 14 og ógildir 1.
Hreppsnefndin í Flóahreppi lítur svona út:
1. Aðalsteinn Sveinsson (R)
2. Árni Eiríksson (R)
3 Svanhvít Hermannsdóttir (T)
4. Elín Höskuldsdóttir (R)
5. Hilda Pálmadóttir (R)