Flóð sem varð í Stóru-Laxá í gær og í nótt olli töluverðum skemmdum á undirslætti nýju brúarinnar yfir ána. Vatn gróf undan undirstöðum vinnupalla og eitthvað af búnaði fór í ána. Sjálf brúin er hins vegar óskemmd.
Í dag var unnið að því að ná upp því efni sem fór í ána, fjarlægja undirslátt og rýmka vatnsfarveginn.
Vegna þessarar vinnu undir brúnni verður Skeiða- og Hrunamannavegur lokaður áfram en staðan verður endurmetin á fimmtudaginn næstkomandi.
Ökumönnum er bent á hjáleiðir um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratunguveg.